Setning

Hæ,

Heyrði þessa setningu í gær:

"Prófaðu að pota í miðjuna" og satt að segja þá hentar hún ekki við öll tækifæri. Þetta er svona "had to be there" dæmi.

Annars er fátt að frétta. Ég verð í köben í dag og fram á laugardag. Framundan er söluráðstefna og svo matur og svo jólahlaðborð á morgun með öllu sölugenginu. Ég sjálfur er svona varla að nenna þessu vegna hor og slefu, en ætla að sjá hvort að ákavítið hafi ekki heilandi áhrif.

Náði loksins að krumpa saman CV til að senda á klakann og svo er smá áhugi frá Köben varðandi vinnu þar, en ég tek þessu með jafnaðargeði, en það er ljóst að ég hef ekki áhuga á að vera allt of lengi á launaskrá hjá núverandi atvinnuveitanda.

CV skrifin eru skemmtileg eða hittó...maður dettur í það að vera of háfleygur eða hreinlega bara of stuttorður, en svo má þetta ekki vera of langt heldur.

Datt í hug að setja eftirfarandi undir áhugamál:

"borða fyrir framan svangt fólk, ofsækja minnimáttar og þá helst örvhenta sem eru án alls vafa andlega fatlaðir, þekki einmitt einn sem þjáist af þessu og hefur aldrei beðið þess bætur. klám og svo síðast að prufa yfirdráttarþol greiðslukorta."

Ég lagði álíka texta undir sérlegan atvinnuráðgjafa minn, já by the way takk fyrir quacamólið, sem að vel athuguðu máli ráðlagði mér að setja annan texta.

Jæja, nú er verið að sækja mig og Köben næst á dagskrá.

Endilega setjið komment á síðuna mína og þá helst þeir sem aldrei lesa bloggið mitt. Ég er að vinna að svolitlu tölfræðiverkefni hérna.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
heheheheheheh já had to be there...

Góða skemmtun í köben og reyndu nú að drekka þig subbufullan á kostnað ÚPSins...
Var svo að spá í hvort þú værir ekki til í að gera CVið mitt...?

kv. Sérlegi atvinnuráðgjafinn ;o)
Nafnlaus sagði…
Kvitt kvitt, les aldrei bloggið þitt ;-) .
kv Munda
Nafnlaus sagði…
kvitteri
Nafnlaus sagði…
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði…
Ég er alltaf hér! Telst ég þá ekki með?
Rúnabrúna
Addý Guðjóns sagði…
Heibbalúba.
Ég var að vonast eftir framhaldssögunni um hann Helling. Ég er orðin svo obbð spennt.
Ég veit ekki hvað minn heittelskaði Helgi segir við blaðrinu um vinstrahandarskytturnar! Hann segir fötlunina guðsgjöf.
Helgarkveðjur.

Vinsælar færslur